Lífið

Cardi B eyddi samfélagsmiðlunum sínum í kjölfar rifrildis við aðdáendahópinn sinn

Elísabet Hanna skrifar
Cardi B hefur kvatt samfélagsmiðla til þess að vernda sig.
Cardi B hefur kvatt samfélagsmiðla til þess að vernda sig. Getty/Arturo Holmes

Cardi B eyddi samfélagsmiðlunum sínum eftir að hafa lent upp á kant við aðdáendur sem voru vonsviknir vegna þess að hún mætti ekki á Grammy verðlaunin þar sem hún var tilnefnd.

Cardi B var tilnefnd til verðlauna á sunnudaginn fyrir bestu rapp framkomuna. Svo virðist sem aðdáendahópurinn hennar hafi verið almennt ósáttur við þá ákvörðun hjá henni að fara ekki og voru ekki feimin við að tjá skoðun sína samkvæmt Billboard sem sá samskiptin áður en hún eyddi miðlunum. 

Hún sagði í kjölfarið á Instagram live að henni væri illa við aðdáendahópinn sinn og var reið að netverjar hafi minnst á börnin hennar í umræðunni og óskaði þeim einstaklingum og fjölskyldum þeirra alls ills.

„Þið eruð öll svo *blótsyrði* heimsk, mér er ekki vel við ykkur,“

sagði hún meðal annars áður en hún lokaði miðlunum. Svo virðist sem aðdáendur hennar hafi búist við því að hún væri á hátíðinni og verið vonsviknir þegar svo var ei. Cardi B var ekki ánægð að einhverjir netverjanna væru að kalla sig lata þar sem hún telur sig vinna hörðum höndum alla daga.

Cardi B velti því líka fyrir sér hvenær hún hafi gefið það til kynna að hún yrði viðstödd en hún telur sig aldrei hafa ýjað að því. Hún hefur tvisvar sinnum áður tekið sér pásu frá samfélagsmiðlum en það var í október 2020 og í mars 2021.


Tengdar fréttir

Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum

Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×