Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 11:54 Sigurður Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir. Samsett Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56