Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. apríl 2022 12:05 Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. vísir/vilhelm/egill Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira