Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 13:28 Broddi Broddason hefur lesið sína síðustu frétt í hljóðnemann í Efstaleiti. RÚV „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Sjá meira
Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Sjá meira
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37
Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30