Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 15:30 Broddi er einn reynslumesti fréttamaður landsins. „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira