Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 15:30 Broddi er einn reynslumesti fréttamaður landsins. „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
„Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007
Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira