Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 15:30 Broddi er einn reynslumesti fréttamaður landsins. „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
„Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira