Lífið

Að bæta líf fósturfjölskyldna er markmiðið

Elísabet Hanna skrifar
Guðlaugur Kristmundsson ræðir í þættinum við Önnu Steinunni um framtíðarsýn Félags fósturforeldra.
Guðlaugur Kristmundsson ræðir í þættinum við Önnu Steinunni um framtíðarsýn Félags fósturforeldra. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Kristmundsson og Anna Steinunn eru bæði í stjórn Félags fósturforeldra og hvetja öll sem eru áhugasöm um að taka börn í fóstur að skrá sig í félagið áður en barn er komið inn á heimilið.

Styrkja félagið með framtíðarsýninni

Guðlaugur og Anna Steinunn eru með stóra drauma og markmið fyrir félagið. Í stefnumótun félagsins var sett fram hvert markmið þess væri:

„Tilgangur félagsins væri að bæta líf fjölskyldna, það er svo fallegt og gott markmið,“

segir Guðlaugur. Anna bætir því við að þeim langi að gera rosalega margt en til þess að framkvæma það þurfi að byggja góðan grunn sem þau eru að vinna að.

Covid opnaði nýja vídd

Þau segja að covid hafi hjálpað félaginu að tengjast fósturforeldrum um land allt með tilkomu tækninnar og það hafi opnað nýja vídd. Núna geta allir, allsstaðar á landinu tekið þátt en ekki aðeins þeir sem komast á skipulagða hittinga.

Bjóða alla með áhuga velkomna

Þau segja meðlimi hingað til hafa komið inn í félagið eftir að börnin eru komin til þeirra en núna sé búið að gera breytingar og allir sem hafa áhuga á því að gera fósturforeldrar séu velkomnir.

“Við vildum bjóða alla velkomna, alla sem eru búnir að sækja um að vera fósturforeldrar og eru í því ferli að máta sig við hlutverkið og æfa sig í þeirri tilhugsun að taka að sér fósturbarn.”

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar er meðal annars farið yfir sögu Félags fósturforeldra, þeirra eigin vegferð í hlutverkinu og framtíðarsýn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×