Lífið

Ezra Miller handtekið á Hawaii

Elísabet Hanna skrifar
Ezra Miller komst í kast við lögin um helgina.
Ezra Miller komst í kast við lögin um helgina. Getty/Jamie McCarthy

Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra.

Ezra lék meðal annars í We Need To Talk About Kevin, The perks of being a wallflower, Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League.

Var einnig með ógnandi hegðun á Íslandi

Hán hefur áður komið til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að hánum hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina.

Mynd frá lögreglunni á Hawai.Getty/Handout

Handtaka eftir karókí

Samkvæmt heimildum var Ezra á karókíbar um helgina þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, pirrast á því fyrir að vera að syngja, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og réðst á mann sem var í pílukasti.

Æddi inn í svefnherbergið

Parið sem sótti um nálgunarbannið segir forsöguna vera þá að þau hafi kynnst Ezra á markaði og fékk hán gistingu hjá þeim á meðan hán var á svæðinu. Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu og átti atvikið sér svo stað þegar heim var komið. Hán stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum.

Í skjölum þar sem sótt var um nálgunarbannið kemur fram að Ezra hafi komið æðandi inn í svefnherbergi parsins á mánudaginn og hótað öllu illu með orðunum:

„Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×