Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í mál sem tengjast heimilisofbeldi. Verstu birtingarmyndir þess séu manndrápsmál. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður. Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður. Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður.
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30
„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31