Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:30 Stykkishólmur og Helgafellssveit eru nú eitt sveitarfélag. Vísir/Sigurjón Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag. Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag.
Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17
Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08