Innlent

„Ekki auðveld ákvörðun“

Snorri Másson skrifar
Síðast var Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík 2019.
Síðast var Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík 2019.

Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað, þriðja árið í röð. Ástæðan: Óvissa vegna Covid-19.

Vefur Fiskidagsins, 15. apríl 2020: Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta 20 ára afmælishátíðinni um eitt ár. 

Sami vefur, nákvæmlega ári síðar: Á stjórnarfundi var tekin ákvörðun um að fresta Fiskideginum mikla aftur. Afmælið bíður enn um sinn, en við stefnum ótrauð á það í ágúst 2022. 

Og í tilkynningu frá því í gær: Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn.

„Þetta er ekki auðveld ákvörðun, þetta er að mjög vel athuguðu máli eftir að hafa rætt við marga. Þetta er samdóma niðurstaða okkar og þetta er okkar verkefni og við viljum bara ekki leggja af stað nema gera þetta almennilega eins og við höfum gert í nítján ár,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.

Júlíus segir ákvörðunina ekki tengjast styrktaraðilum eða þeirra stöðu. Þeir eru um 140 talsins, þar af 15 stórfyrirtæki. Ákvörðunin er tekin gestanna vegna, sem Júlíus áttar sig þó á að verði margir ósáttir.

„Það er fyrst og fremst þetta að fólk er ekki alveg tilbúið. Sjálfsagt eru margir tilbúnir að koma en við viljum að eins og okkar helstu gestir sem er eldra fólk, þegar við erum að halda 20 ára afmæli, þá séu bara allir klárir í þetta,“ sagði Júlíus.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×