Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 22:51 Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili. Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili.
Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira