Lífið

Unnur og Tra­vis eignuðust stúlku

Árni Sæberg skrifar
Unnur Eggertsdóttir brosir eflaust hringinn í dag líkt og hún gerði í janúar, þegar þessi mynd var tekin.
Unnur Eggertsdóttir brosir eflaust hringinn í dag líkt og hún gerði í janúar, þegar þessi mynd var tekin. Vísir/Vilhelm

Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, tilkynnti í kvöld að henni og unnusta hennar Travis hefði fæðst stúlkubarn.

Unnur tilkynnti fæðinguna á Facebook í kvöld og segir hjörtu þeirra Travis vera gjörsamlega að springa.

Hamingjuóskum hefur eðli málsins samkvæmt rignt yfir fjölskylduna og tekur Vísir að sjálfsögðu undir það.

Athygli vakti á dögunum þegar Unnur leyfði fylgjendum sínum á Instagram að giska á kyn ófædds barnsins en yfirgnæfandi meirihluti þeirra, 65 prósent, giskaði rétt.

Unnur og Travis eru um þessar mundir búsett á tveimur stöðum, hér á Íslandi og í New York í Bandaríkjunum. Unnur ræddi lífið í Stóra eplinu í viðtalsliðnum Stökkinu hér á Vísi nýverið.


Tengdar fréttir

Unnur Eggerts og Tra­vis eiga von á barni

Leikkonan og kosningastjóri Vinstri grænna, Unnur Eggertsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

Kærastinn bað Unnar Eggerts á af­mælis­daginn

Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram.

Unnur Eggerts í stjórnmálin

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.