Lífið

Unnur Eggerts afhjúpar kynið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Unnur Eggertsdóttir leik- og söngkona á von á sínu fyrsta barni á þessu ári.
Unnur Eggertsdóttir leik- og söngkona á von á sínu fyrsta barni á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.

Unnur leyfði fylgjendum sínum að giska á kyn barnsins og hafði meirihlutinn rétt fyrir sér. Unnur er komin um 30 vikur á leið. Hún hefur aldrei haft gaman af líkamsrækt en er á meðgöngunni með aðstoð TikTok og YouTube búin að finna æfingar sem hún hefur gaman af. Hún er dugleg að sýna frá æfingunum á samfélagsmiðlum. 

Um síðustu helgi var Unnur í viðtali hér á Lífinu á Vísi um lífið í New York. Stökkið er nýr viðtalsliður þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt erlendis til skamms eða lengri tíma. 


Tengdar fréttir

Unnur Eggerts og Tra­vis eiga von á barni

Leikkonan og kosningastjóri Vinstri grænna, Unnur Eggertsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

Kærastinn bað Unnar Eggerts á af­mælis­daginn

Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram.

Unnur Eggerts í stjórnmálin

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.