Skandall að mikilvæg tól sem hjálpa íslenskunni hafi verið á bak við lás og slá Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. mars 2022 09:30 Sveinbjörn hefur síðasta árið eða svo unnið að gerð orðabókarinnar. Þetta gerði hann allt í frítíma sínum og þiggur ekki krónu fyrir. vísir/arnar Ungur forritari sem var orðinn langþreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr. Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira