Skandall að mikilvæg tól sem hjálpa íslenskunni hafi verið á bak við lás og slá Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. mars 2022 09:30 Sveinbjörn hefur síðasta árið eða svo unnið að gerð orðabókarinnar. Þetta gerði hann allt í frítíma sínum og þiggur ekki krónu fyrir. vísir/arnar Ungur forritari sem var orðinn langþreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr. Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent