Forsetahjónin settu átak UNICEF „Heimsins bestu foreldrar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:30 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og bollarnir með áletrun átaksins, Heimsins bestu foreldrar. Vísir/vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid settu formlega Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í dag. Átakið ber yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ og afhenti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, forsetahjónunum kaffikönnur merktar yfirskrift átaksins sem einmitt er innblásið af ýmiskonar gjafavöru sem börn færa foreldrum sínum við hin ýmsu tækifæri. Átakið mun svo ná hápunkti sínum í söfnunar- og skemmtiþætti sem verður í beinni útsendingu á RÚV, laugardagskvöldið 2. apríl næstkomandi, undir yfirskriftinni „Heimsins mikilvægasta kvöld.“ „Við hvetjum öll, sem á því hafa tök, að styrkja starf Unicef í þágu barna í heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sögðu forsetahjónin Guðni og Eliza sem sjálf hafa verið Heimsforeldrar UNICEF um árabil. Íslendingar eiga einmitt heimsmet í fjölda Heimsforeldra en hátt í 25 þúsund manns styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Markmið átaksins nú er að fjölga enn frekar í þessum heimsmetshópi enda stuðningur Heimsforeldra aldrei verið jafn mikilvægur. Ný framlög fyrstu þrjá mánuðina renna til Úkraínu Áhrif heimsfaraldurs Covid-19 hefur komið verst niður á börnum og hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lýst því sem stærstu áskorun í sögu sinni að vinna upp það sem glatast hefur í réttindabaráttu barna síðustu tvö árin á heimsvísu. En mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er, og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skella á. Rétt eins og kom á daginn í Úkraínu í síðasta mánuði. Í átakinu sem hófst formlega í dag munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna ástandsins í Úkraínu. En gleymum þó ekki að UNICEF er með starfsemi í yfir 190 löndum og á vettvangi margra stríða þar sem gætt er að réttindum barna. Í öllum þessum verkefnum skiptir hvert framlag máli. „Í átaki þessu er lögð áhersla á þrautseiga bjartsýni, von og lausnir. Markmiðið er að sýna hvernig stuðningur Heimsforeldra styður við starf UNICEF um allan heim við að vera vonin og lausnin á svo mörgum vandamálum sem að börnum steðja,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að skrá sig sem Heimsforeldri á heimasíðu UNICEF á Íslandi: unicef.is Hjálparstarf Innrás Rússa í Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Átakið ber yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ og afhenti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, forsetahjónunum kaffikönnur merktar yfirskrift átaksins sem einmitt er innblásið af ýmiskonar gjafavöru sem börn færa foreldrum sínum við hin ýmsu tækifæri. Átakið mun svo ná hápunkti sínum í söfnunar- og skemmtiþætti sem verður í beinni útsendingu á RÚV, laugardagskvöldið 2. apríl næstkomandi, undir yfirskriftinni „Heimsins mikilvægasta kvöld.“ „Við hvetjum öll, sem á því hafa tök, að styrkja starf Unicef í þágu barna í heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sögðu forsetahjónin Guðni og Eliza sem sjálf hafa verið Heimsforeldrar UNICEF um árabil. Íslendingar eiga einmitt heimsmet í fjölda Heimsforeldra en hátt í 25 þúsund manns styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Markmið átaksins nú er að fjölga enn frekar í þessum heimsmetshópi enda stuðningur Heimsforeldra aldrei verið jafn mikilvægur. Ný framlög fyrstu þrjá mánuðina renna til Úkraínu Áhrif heimsfaraldurs Covid-19 hefur komið verst niður á börnum og hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lýst því sem stærstu áskorun í sögu sinni að vinna upp það sem glatast hefur í réttindabaráttu barna síðustu tvö árin á heimsvísu. En mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er, og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skella á. Rétt eins og kom á daginn í Úkraínu í síðasta mánuði. Í átakinu sem hófst formlega í dag munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna ástandsins í Úkraínu. En gleymum þó ekki að UNICEF er með starfsemi í yfir 190 löndum og á vettvangi margra stríða þar sem gætt er að réttindum barna. Í öllum þessum verkefnum skiptir hvert framlag máli. „Í átaki þessu er lögð áhersla á þrautseiga bjartsýni, von og lausnir. Markmiðið er að sýna hvernig stuðningur Heimsforeldra styður við starf UNICEF um allan heim við að vera vonin og lausnin á svo mörgum vandamálum sem að börnum steðja,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að skrá sig sem Heimsforeldri á heimasíðu UNICEF á Íslandi: unicef.is
Hjálparstarf Innrás Rússa í Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira