Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands sagði í Silfrinu á RÚV í gær að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það að stækka NATO og stækka NATO hefur leitt til mestu styrjaldar í Evrópu, það hefur alla vega ekki komið í veg fyrir það, og svo höfum við talið okkur sjálf trú um það að Rússland væri svo veikt efnahagslega,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Hlutum sé snúið á hvolf Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur segir að með þessum ummælum sé hlutunum snúið algjörlega á hvolf. „Ástæðan fyrir því að þjóðir í Mið- og Austur Evrópu hafa sóst eftir aðild að NATO er að þær telja að þeim standi ógn af ráðamönnum í Kreml. Eitt það fyrsta verk nýfrjálsra ríkja þegar þau losnuðu undan járnhæl kommúnismans var að sækja sér aðild að Atlantshafsbandalaginu og þessi ríki drógu ekki úr útgjöldum til hermála vegna þess að þau töldu m.a. að þegar það var friðsamlegt á milli vestursins og Rússlands að þeim myndi standa hætta og ógn af Rússlandi í framtíðinni. Og við sjáum einfaldlega hvernig hefur farið fyrir þeim ríkjum sem ekki hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Georgíu og nú síðast Úkraínu.“ Rússlandi standi engin ógn af NATO Hann segir að með ummælunum sé verið að kenna gömlum aðildarríkjum um innrás Rússa í Úkraínu. „Þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. En íslensk stjórnvöld á tíunda áratugnum töluðu mjög fyrir inngöngu þessara ríkja. Þau eru ein af fáum ríkjum innan Atlantshafsbandalagsins sem gerðu það frá upphafi.“ Vladimír Pútín á íþróttaleikvangi í Moskvu á föstudaginn. AP/Ramil Sitdikov Finnst þér stuðningur við Pútín falinn í þessum ummælum? „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki verið að afsaka gjörðir hans. Og það er verið að varpa ábyrgðinni yfir á Nató ríkin og þar á meðal Íslendinga. En manni finnst ekki þurfa að minna á það að það eru rússnesk stjórnvöld sem ráðast í Úkraínu og NATO er ekki að sækja að Rússlandi með vopnum. Rússlandi stendur engin ógn af NATO ríkjunum. Þau ætla sér ekki að skipta sér af innanlandsmálum Rússlands eða ráðast á Rússland.“ Röng mynd máluð af Rússlandi Ólafur Ragnar fór um víðan völl í Silfrinu á sunnudag. „Við erum að búa okkur til einhverja mynd af Rússlandi sem er einfaldlega ekki rétt. Og það er hættuspil að halda áfram að byggja utanríkisstefnu Evrópu og Bandaríkjanna á einhverri mynd af Rússlandi,“ sagði Ólafur Ragnar. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri veröld. Við búum í veröld þar sem ríki eru með hagsmuni og þar sem að valdhafar geta verið vondir og grimmir og svo framvegis. Og alveg eins og á tímum kalda stríðsins þegar ógnarjafnvægið kom í veg fyrir styrjaldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessa hörmunga sem við erum að upplifa núna,“ sagði Ólafur Ragnar. Vill opna umræðuna Forsetin fyrrverandi sagði í viðtalinu að hvort sem fólki líkaði betur eða verr væri ljóst að þær aðferðir sem beitt hefði verið undanfarin tuttugu ár hefðu ekki virkað til að halda Pútín í skefjum. „Og það sem ég er í rauninni að segja núna er: „Eigum við ekki að opna umræðuna og finna einhverjar nýjar aðferðir til þess að geta haldið honum í skefjum?“,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images „Hann er hins vegar að reka miskunnarlaus og af ótrúlegri hörku það sem hann telur vera geopólitíska hagsmuni Rússlands – þessa stóra mikla lands með þetta gríðarlega vopnabúr. Og það er miklu líklegra að við náum árangri að horfa á hann þannig heldur en að segja bara: „Já, hann er klikkaður. Hann er bara klikkaður.““ Ólafur Ragnar rifjaði í viðtalinu upp fyrstu kynni hans af Pútín, fyrir tuttugu árum í opinberri heimsókn til Rússlands. Egill Helgason sagðist minnast þess að Ólafur Ragnar hefði látið vel af Pútín á þessum tíma. Lýsti Pútín sem hógværum og tillitsömum „Já, hann hefur á öllum þessum fundum sem ég hef átt við hann verið tiltölulega hógvær, tiltölulega skynsamur, hlustað á öll rök, aldrei reynt að ýta mér eða Íslandi í einhverja óþægilega stöðu og ég hef nú rætt við marga forystumenn í veröldinni. Og meira segja á fyrstu árunum þá fannst mér margt af því sem hann sagði mjög merkilegt. Hann sagði til dæmis við mig á þessum fyrstu fundum að hann hefði varað Bandaríkin gagnvart íslamistunum, að þeir myndu ráðast á Bandaríkin fyrr eða síðar eins og þeir hefðu ráðist inn í Rússland. En það hefði enginn vilja hlusta á hann. Og á öllum þessum árum sem ég átti samskipti við hann – og ég var líka með honum í opinberum samkvæmum og öðru slíku – þá kom hann mér ekki fyrir sjónir sem kolruglaður öfgamaður eða fantur. En hann er náttúrulega í landi sem hefur engar lýðræðishefðir.“ Þó hefði breytinga orðið vart fyrir fimm til sex árum. Rússarnir væru komnir með „bunker mentality“ eins og þeir væru að lokast inni vegna þess að veröldin væri á móti þeim, bæði Evrópu og Bandaríkin. Þannig virtist honum sem Rússarnir ætluðu aðeins að hugsa um sjálfa sig. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands sagði í Silfrinu á RÚV í gær að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það að stækka NATO og stækka NATO hefur leitt til mestu styrjaldar í Evrópu, það hefur alla vega ekki komið í veg fyrir það, og svo höfum við talið okkur sjálf trú um það að Rússland væri svo veikt efnahagslega,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Hlutum sé snúið á hvolf Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur segir að með þessum ummælum sé hlutunum snúið algjörlega á hvolf. „Ástæðan fyrir því að þjóðir í Mið- og Austur Evrópu hafa sóst eftir aðild að NATO er að þær telja að þeim standi ógn af ráðamönnum í Kreml. Eitt það fyrsta verk nýfrjálsra ríkja þegar þau losnuðu undan járnhæl kommúnismans var að sækja sér aðild að Atlantshafsbandalaginu og þessi ríki drógu ekki úr útgjöldum til hermála vegna þess að þau töldu m.a. að þegar það var friðsamlegt á milli vestursins og Rússlands að þeim myndi standa hætta og ógn af Rússlandi í framtíðinni. Og við sjáum einfaldlega hvernig hefur farið fyrir þeim ríkjum sem ekki hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Georgíu og nú síðast Úkraínu.“ Rússlandi standi engin ógn af NATO Hann segir að með ummælunum sé verið að kenna gömlum aðildarríkjum um innrás Rússa í Úkraínu. „Þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. En íslensk stjórnvöld á tíunda áratugnum töluðu mjög fyrir inngöngu þessara ríkja. Þau eru ein af fáum ríkjum innan Atlantshafsbandalagsins sem gerðu það frá upphafi.“ Vladimír Pútín á íþróttaleikvangi í Moskvu á föstudaginn. AP/Ramil Sitdikov Finnst þér stuðningur við Pútín falinn í þessum ummælum? „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki verið að afsaka gjörðir hans. Og það er verið að varpa ábyrgðinni yfir á Nató ríkin og þar á meðal Íslendinga. En manni finnst ekki þurfa að minna á það að það eru rússnesk stjórnvöld sem ráðast í Úkraínu og NATO er ekki að sækja að Rússlandi með vopnum. Rússlandi stendur engin ógn af NATO ríkjunum. Þau ætla sér ekki að skipta sér af innanlandsmálum Rússlands eða ráðast á Rússland.“ Röng mynd máluð af Rússlandi Ólafur Ragnar fór um víðan völl í Silfrinu á sunnudag. „Við erum að búa okkur til einhverja mynd af Rússlandi sem er einfaldlega ekki rétt. Og það er hættuspil að halda áfram að byggja utanríkisstefnu Evrópu og Bandaríkjanna á einhverri mynd af Rússlandi,“ sagði Ólafur Ragnar. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri veröld. Við búum í veröld þar sem ríki eru með hagsmuni og þar sem að valdhafar geta verið vondir og grimmir og svo framvegis. Og alveg eins og á tímum kalda stríðsins þegar ógnarjafnvægið kom í veg fyrir styrjaldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessa hörmunga sem við erum að upplifa núna,“ sagði Ólafur Ragnar. Vill opna umræðuna Forsetin fyrrverandi sagði í viðtalinu að hvort sem fólki líkaði betur eða verr væri ljóst að þær aðferðir sem beitt hefði verið undanfarin tuttugu ár hefðu ekki virkað til að halda Pútín í skefjum. „Og það sem ég er í rauninni að segja núna er: „Eigum við ekki að opna umræðuna og finna einhverjar nýjar aðferðir til þess að geta haldið honum í skefjum?“,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images „Hann er hins vegar að reka miskunnarlaus og af ótrúlegri hörku það sem hann telur vera geopólitíska hagsmuni Rússlands – þessa stóra mikla lands með þetta gríðarlega vopnabúr. Og það er miklu líklegra að við náum árangri að horfa á hann þannig heldur en að segja bara: „Já, hann er klikkaður. Hann er bara klikkaður.““ Ólafur Ragnar rifjaði í viðtalinu upp fyrstu kynni hans af Pútín, fyrir tuttugu árum í opinberri heimsókn til Rússlands. Egill Helgason sagðist minnast þess að Ólafur Ragnar hefði látið vel af Pútín á þessum tíma. Lýsti Pútín sem hógværum og tillitsömum „Já, hann hefur á öllum þessum fundum sem ég hef átt við hann verið tiltölulega hógvær, tiltölulega skynsamur, hlustað á öll rök, aldrei reynt að ýta mér eða Íslandi í einhverja óþægilega stöðu og ég hef nú rætt við marga forystumenn í veröldinni. Og meira segja á fyrstu árunum þá fannst mér margt af því sem hann sagði mjög merkilegt. Hann sagði til dæmis við mig á þessum fyrstu fundum að hann hefði varað Bandaríkin gagnvart íslamistunum, að þeir myndu ráðast á Bandaríkin fyrr eða síðar eins og þeir hefðu ráðist inn í Rússland. En það hefði enginn vilja hlusta á hann. Og á öllum þessum árum sem ég átti samskipti við hann – og ég var líka með honum í opinberum samkvæmum og öðru slíku – þá kom hann mér ekki fyrir sjónir sem kolruglaður öfgamaður eða fantur. En hann er náttúrulega í landi sem hefur engar lýðræðishefðir.“ Þó hefði breytinga orðið vart fyrir fimm til sex árum. Rússarnir væru komnir með „bunker mentality“ eins og þeir væru að lokast inni vegna þess að veröldin væri á móti þeim, bæði Evrópu og Bandaríkin. Þannig virtist honum sem Rússarnir ætluðu aðeins að hugsa um sjálfa sig.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira