Sport

Sömdu við besta mann deildarinnar en sendu svo besta vopnið hans í burtu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davante Adams og Aaron Rodgers voru frábærir saman hjá Green Bay Packers .
Davante Adams og Aaron Rodgers voru frábærir saman hjá Green Bay Packers . Getty/Stacy Revere

Aaron Rodgers verður áfram leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni en hann sendir ekki fleiri sendingar á útherjann frábæra Davante Adams.

Green Bay Packers ákvað í gær að skipta Davante Adams til Las Vegas Raiders fyrir valrétti í bæði fyrstu og annarri umferð í nýliðavalinu í ár.

Samvinna Aaron Rodgers og Davante Adams hefur verið frábær undanfarin ár og algjör lykill í sóknarleik Packers liðsins. Nú verður Rodgers að finna nýjan uppáhaldsmann.

Packers liðið verður því mðe fjóra valrétti meðal þeirra sextíu fyrstu. Þeir fengu 22. valrétt og 53. valrétt frá Raiders en eru einnig með 28. og 59. valrétt.

Adams skrifar undir fimm ára samning sem skilar honum 28,5 milljónum dollurum að meðaltali á ári eða rúma 3,68 milljarða króna. Hann er líka öruggur um 67,5 milljónir dollara í þessum samningi eða 8,7 milljarða króna.

Hinn 29 ára gamli Adams vildi komast til Raiders og er sagður hafa samið um minni pening en hann hefði fengið hjá Packers. Í Las Vegas spilar hann með Derek Carr sem var leikstjórnandi hans hjá Fresno State háskólanum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×