De Gea: Manchester United langt frá því að vinna titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 10:01 David de Gea hefur nú spilað fimm tímabil í röð með Manchester United án þess að vinna titil. Getty/ Simon Stacpoole David de Gea og félagar í Manchester United duttu út úr Meistaradeildinni á heimavelli sínum í gærkvöldi. Spænski markvörðurinn segir liðið vera langt frá því að geta keppt um titlana í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Að hans mati er þetta enn eitt „slæma árið“. Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Old Trafford í seinni leiknum eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Spáni. Atletico er þar með komið inn í átta liða úrslit keppninnar. David de Gea slams Manchester United after Atletico loss: 'It's another bad year - we are not good enough' | @TelegraphDucker at Old Traffordhttps://t.co/NbouVMBFLN— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 15, 2022 Þetta var síðasti möguleiki Manchester United á að vinna titil á þessu tímabili og þar með er ljóst að biðin lengist úr fimm árum í sex eftir að koma með bikar í rauða hluta Manchester-borgar. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig mér líður eða hvernig okkur líður. Þetta er önnur erfið stund fyrir okkur og þetta eru orðin alltof mörg ár í röð án titils,“ sagði David de Gea. David de Gea: I really believe Man United will be back, I m sure - I don t know when but it s definitely gonna happen . #MUFC @JamieJackson___ pic.twitter.com/uCjHGsVt2D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 15, 2022 „Ég held að við þurfum að hafa eitt á hreinu. Við viljum ná árangri og berjast um titlana en ekki bara keppa um að vera með þeirra fjögurra efstu. Til þess þá þurfum við svo miklu meira frá öllum því þessi klúbbur er alltof stór til að vera þar sem hann er núna,“ sagði De Gea. „Við erum langt frá því að keppa um enska meistaratitilinn eða sigur í Meistaradeildinni. Við þurfum svo miklu meira frá öllum,“ sagði De Gea. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Old Trafford í seinni leiknum eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Spáni. Atletico er þar með komið inn í átta liða úrslit keppninnar. David de Gea slams Manchester United after Atletico loss: 'It's another bad year - we are not good enough' | @TelegraphDucker at Old Traffordhttps://t.co/NbouVMBFLN— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 15, 2022 Þetta var síðasti möguleiki Manchester United á að vinna titil á þessu tímabili og þar með er ljóst að biðin lengist úr fimm árum í sex eftir að koma með bikar í rauða hluta Manchester-borgar. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig mér líður eða hvernig okkur líður. Þetta er önnur erfið stund fyrir okkur og þetta eru orðin alltof mörg ár í röð án titils,“ sagði David de Gea. David de Gea: I really believe Man United will be back, I m sure - I don t know when but it s definitely gonna happen . #MUFC @JamieJackson___ pic.twitter.com/uCjHGsVt2D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 15, 2022 „Ég held að við þurfum að hafa eitt á hreinu. Við viljum ná árangri og berjast um titlana en ekki bara keppa um að vera með þeirra fjögurra efstu. Til þess þá þurfum við svo miklu meira frá öllum því þessi klúbbur er alltof stór til að vera þar sem hann er núna,“ sagði De Gea. „Við erum langt frá því að keppa um enska meistaratitilinn eða sigur í Meistaradeildinni. Við þurfum svo miklu meira frá öllum,“ sagði De Gea.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira