Innlent

Míglak inn í Tennis­höllina í ó­veðrinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi.
Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi. Vísir

Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag.

Jónas Páll Björnsosn framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir í samtali við fréttastofu að vesen hafi verið á fráveitukerfi í húsinu. Fella þurfti niður nokkrar æfingar í dag vegna vatnsins. 

„Þetta er nú ekki mikið tjón, þó þetta sé náttúrulega smá tjón, en ekkert alvarlegt. Þetta er aðallega bara hundleiðinlegt. Við héldum að við værum búnir að laga þetta til skamms tíma með dælum en þær voru bara ekki nógu öflugar,“ segir Jónas Páll.

Einhverjir létu vatnselginn ekki á sig fá.Vísir

„Ég held að þetta sé vonandi boði um það að það verði gott sumar. Og frábært tennis og padel sumar,“ segir Jónas Páll brattur miðað við aðstæður.

Fimm tennisvellir eru í húsinu, tveir í öðrum enda hússins og þrír í hinu. Þá eru tveir padel-vellir en íþróttin hefur notið aukinna vinsælda síðan vellirnir voru byggðir í fyrra. Börn og unglingar af öllu höfuðborgarsvæðinu stunda tennis í Tennishöllinni sem er eina innanhússaðstaðan á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×