Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 23:08 Fjölmargir hafa lagt leið sína í Sorpu síðustu daga. Stöð 2 Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu. Reykjavík Sorpa Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira