Innlent

Hættu­á­standi lýst yfir á landa­mærunum vegna fjölda­flótta frá Úkraínu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu.
Hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð.  

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að síðan 24. febrúar, daginn sem allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu, hafi 107 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Lögreglan hafi fundið fyrir umtalsverðri aukningu á umsóknum um alþjóðlega vernd frá því að stríðið braust út en heildarfjöldi þeirra sem sótt hafa um slíka vernd frá áramótum til dagsins í dag eru 353. 

Með því að færa viðbragðsstig lögreglu vegna ástandsins í Úkraínu af óvissustigi yfir á hættustig er til dæmis gert ráð fyrir þeim möguleika að opna fjöldahjálparmiðstöð. Fram kemur í tilkynningunni að ljóst sé að þeim einstaklingum sem leita muni skjóls hér á landi muni fjölga verulega vegna stríðsins og að virkjun þessa hættustigs sé liður í því að taka sem best á móti þessum hópi og öðru fólki sem óski eftir alþjóðlegri vernd. 

Þá hefur 44. grein útlendingalaga verið virkjuð til að auðvelda ferlið við móttöku þeirra sem flúið hafa hingað vegna stríðsins í Úkraínu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×