Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:01 Þrír leiðtogar bandaríska landsliðsins undanfarin á á blaðamannafundi en það eru þær Carli Lloyd, Megan Rapinoe, og Alex Morgan. EPA-EFE/JUSTIN LANE Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira
Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira