Innlent

Flugi frestað vegna veðurs

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Tafir eru á flugferðum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Vélar sem áttu að koma frá Bandaríkjunum í morgun lenda á vellinum um og upp úr klukkan tíu. Brottförum til landa innan Evrópu hefur verið frestað fram yfir hádegi.

Gular viðvaranir tóku gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa snemma í morgun og eru þær í gildi til þrjú í dag. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir veðurspánna hafa legið fyrir strax í gær og var þeim upplýsingum komið til flugfélaganna sem tóku þá ákvörðun um að fresta ferðum.

Samkvæmt þeirra upplýsingum mun veðrið þó ganga yfir frekar fljótlega og því ekki um miklar raskanir að ræða. Um er að ræða rúmlega fjögurra klukkustunda bið í mesta lagi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×