Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 21:01 Sprengidagurinn er í dag og þá á maður að háma í sig saltkjöt og baunir. vísir Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta. Sprengidagur Matur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta.
Sprengidagur Matur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira