Innlent

Vel yfir 14 milljónir safnast í neyðar­söfnun fyrir Úkraínu­búa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu. Ákall er eftir sendifulltrúum til starfa á átakasvæðinu og þar í kring. 

Rauði krossinn á Íslandi hrinti af stað neyðarsöfnun í síðustu viku vegna átakanna í Úkraínu. Framkvæmdastjóri rauða krossins segir að íslenskur almenningur hafi brugðist vel við söfnuninni en vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum.

Fjármunirnir fara í það að styðja við Úkraínubúa á flótta.

„Ýmist eru þeir á flótta innan Úkraínu eða eru komnir yfir landamærin og það ríkir bara mjög mikil neyð hjá fólkinu. En það sem safnast í neyðarsöfnuninni verður nýtt til þess að veita mannúðaraðstoð og neyðarþjónustu og það þarf að tryggja aðgengi að mat, vatni og heilbrigðisþjónustu,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að fara inn á heimasíðu Rauða krossins, rauðikrossinn.is.

Þá er ákall er eftir sendifulltrúum í allri hreyfingunni.

„Það er verið að senda fólk til nágrannaríkja Úkraínu og inn til Úkraínu til þess að aðstoða.“ 

Þannig að við munum senda einhverja héðan? 

„Já það eru sendifulltrúar á okkar listum sem munu bjóða sig fram og svo er fólk valið í störfin eins og henta þykir.“


Tengdar fréttir

Vaktin: Segja málaliða hafa reynt að ráða Selenskí af dögum

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×