Næst á eftir ræðir hann við Svein Helgason, sem er staddur í Lettlandi, þar sem fólki er ekki sama um þróunina og svo við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri og sérfræðing um málefni Austur-Evrópu. Hann fjallar um átökin og afstöðu Nato.
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður mætir svo beint af febrúarþingi Nato í Brussel og þingmannaráðstefnu ESB um utanríkis- og öryggismál í París.
Á tólfta tímanum ætla lögmennirnir Gunnar Ingi Jóhannsson og Eva Hauksdóttir að rökræða blaðamanna- og símamálið sem hefur verið í fréttum undanfarnar vikur og tók óvænta stefnu þegar lögreglan lagði fram greinargerð fyrir dóm í vikunni.
Vanda Sigurgeirsdóttir nýkjörinn formaður KSÍ mætir síðust og ræðir kosninguna og framtíð sambandsins.