Innlent

Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu.

Næst á eftir ræðir hann við Svein Helgason, sem er staddur í Lettlandi, þar sem fólki er ekki sama um þróunina og svo við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri og sérfræðing um málefni Austur-Evrópu. Hann fjallar um átökin og afstöðu Nato. 

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður mætir svo beint af febrúarþingi Nato í Brussel og þingmannaráðstefnu ESB um utanríkis- og öryggismál í París. 

Á tólfta tímanum ætla lögmennirnir Gunnar Ingi Jóhannsson og Eva Hauksdóttir að rökræða blaðamanna- og símamálið sem hefur verið í fréttum undanfarnar vikur og tók óvænta stefnu þegar lögreglan lagði fram greinargerð fyrir dóm í vikunni. 

Vanda Sigurgeirsdóttir nýkjörinn formaður KSÍ mætir síðust og ræðir kosninguna og framtíð sambandsins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×