Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 13:25 Þessi mynd var tekin í apríl 2020. Það var talsvert meira mannlíf í miðborginni í gær heldur en þá. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira