Innlent

Brjánn nýr sam­skipta­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brjánn Jónasson er tekinn til starfa hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Brjánn Jónasson er tekinn til starfa hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda.

Um er að ræða nýja stöðu en samskiptastjóri ber meðal annars ábyrgð á miðlun upplýsinga, samskiptum við fjölmiðla, vinnslu á ýmiskonar kynningarefni, umsjón með samfélagsmiðlum og fleiru. 

Brjánn hefur fjölbreytta reynslu af almannatengslum og störfum á fjölmiðlum. Undanfarin sex ár hefur hann gegnt stöðu kynningarfulltrúa BSRB en starfaði þar á undan fyrir almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe. 

Brjánn starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003 til 2007 og sem blaðamaður á Fréttablaðinu frá árinu 2007 til 2014. Hann er með B.S. gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðablaðamennsku frá City University í London.

„Það er virkilega ánægjulegt að vera kominn til starfa fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum síðustu árin þegar heimsfaraldurinn hefur sett líf okkar allra úr skorðum hversu gríðarlega öflugur hópur starfar á heilsugæslunni. Það er tilhlökkunarefni að slást í þennan góða hóp og vinna að góðum verkefnum með góðu fólki,“ segir Brjánn.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.