„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 20:00 Ragnhildur Eik Árnadóttir kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir kynferðisbrot og var Jóhannes sakfelldur fyrir brotið í janúar. vísir/vilhelm Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Brotaþoli í meðhöndlaramálinu sem fór fram á að þinghald yrði opið í hennar máli segir þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Hún segir skiljanlegt að margir kærendur kynferðisofbeldis vilji lokað þinghald og að sjálfsögðu eigi að loka dyrum í þeim málum. „Eins og í Danmörku eru þessi mál opin því það er meginreglan en ofsalega oft er dyrum lokað þegar brotaþoli er að gefa vitnaskýrslu út af því að það þykir óþægilegt fyrir brotaþola.“ Ragnhildur Eik starfar sem lögfræðingur í Danmörku.vísir/vilhelm Segir brotaþola ekki hafa áttað sig á möguleikanum á opnu þinghaldi Tilgangur opins þinghalds er sá að samfélagið og sérstaklega fjölmiðlar eiga að hafa eftirlit með dómstólum. „Þegar þú ert búin að taka heilan málaflokk út úr þessu eftirliti þá er mjög stórt tómarúm þar sem við vitum ekkert hvað sé að gerast. Það er ekkert eftirlit frá almenningi sem á að vera. Það var mjög erfitt að ég þurfti að fara fram á að þinghald yrði opið. Nú hef ég talað við brotaþola eftir á og þær áttuðu sig alls ekki á því að það væri möguleiki á öðru hvoru það var bara lokað.“ Óþægilegt að vita ekkert í eigin máli Því segir hún nauðsynlegt að útskýrt sé fyrir kærendum kynferðisofbeldis hvað felist í lokuðu þinghaldi, þar sem að enn sem komið er séu þeir bara vitni í eigin málum. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd. Það hefði verið virkilega erfitt enda eru þetta heil réttarhöld þar sem er verið að tala um þig og þína manneskju og hvort þú sért að ljúga og allt svoleiðis. Það er rosalega óþægilegt að vita ekkert. Þú færð síðan bara dóm og veist ekkert hvaða rök er búið að færa fyrir hverju. Þú rænir svolítið brotaþola ákveðna yfirsýn yfir eigin máli og manni líður svolítið eins og maður skipti engu máli í þessu.“ Ragnhildur gagnrýndi það í fréttaauka í vikunni hve margar kærur voru felldar niður í meðhöndlaramálinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður og segir réttargæslumaður að í málunum hafi ekki bara verið orð gegn orði. Kynferðisofbeldi Dómstólar Tengdar fréttir Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13 Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Brotaþoli í meðhöndlaramálinu sem fór fram á að þinghald yrði opið í hennar máli segir þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Hún segir skiljanlegt að margir kærendur kynferðisofbeldis vilji lokað þinghald og að sjálfsögðu eigi að loka dyrum í þeim málum. „Eins og í Danmörku eru þessi mál opin því það er meginreglan en ofsalega oft er dyrum lokað þegar brotaþoli er að gefa vitnaskýrslu út af því að það þykir óþægilegt fyrir brotaþola.“ Ragnhildur Eik starfar sem lögfræðingur í Danmörku.vísir/vilhelm Segir brotaþola ekki hafa áttað sig á möguleikanum á opnu þinghaldi Tilgangur opins þinghalds er sá að samfélagið og sérstaklega fjölmiðlar eiga að hafa eftirlit með dómstólum. „Þegar þú ert búin að taka heilan málaflokk út úr þessu eftirliti þá er mjög stórt tómarúm þar sem við vitum ekkert hvað sé að gerast. Það er ekkert eftirlit frá almenningi sem á að vera. Það var mjög erfitt að ég þurfti að fara fram á að þinghald yrði opið. Nú hef ég talað við brotaþola eftir á og þær áttuðu sig alls ekki á því að það væri möguleiki á öðru hvoru það var bara lokað.“ Óþægilegt að vita ekkert í eigin máli Því segir hún nauðsynlegt að útskýrt sé fyrir kærendum kynferðisofbeldis hvað felist í lokuðu þinghaldi, þar sem að enn sem komið er séu þeir bara vitni í eigin málum. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd. Það hefði verið virkilega erfitt enda eru þetta heil réttarhöld þar sem er verið að tala um þig og þína manneskju og hvort þú sért að ljúga og allt svoleiðis. Það er rosalega óþægilegt að vita ekkert. Þú færð síðan bara dóm og veist ekkert hvaða rök er búið að færa fyrir hverju. Þú rænir svolítið brotaþola ákveðna yfirsýn yfir eigin máli og manni líður svolítið eins og maður skipti engu máli í þessu.“ Ragnhildur gagnrýndi það í fréttaauka í vikunni hve margar kærur voru felldar niður í meðhöndlaramálinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður og segir réttargæslumaður að í málunum hafi ekki bara verið orð gegn orði.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Tengdar fréttir Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13 Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13
Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01
Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent