Innlent

4.333 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
10.486 eru nú í einangrun vegna Covid-19.
10.486 eru nú í einangrun vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

4.333 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 126 á landamærum. Af þeim 4.333 sem greindust innanlands í gær greindust 3.100 í PCR-prófi og 1.233 í hraðprófi. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Frá þessu segir á síðunni covid.is. Nokkur bið hefur verið eftir niðurstöðum úr PCR-prófum og því er um að ræða niðurstöður úr sýnatökum sem hafa ef til vill verið tekin á síðustu sólarhringum.

Á vef Landspítala segir að 51 sjúklingur liggi nú á Landspítala með Covid-19. Einn sé á gjörgæslu, og er sá ekki í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 73 ár. 369 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun, samanborið við 370 í gær. Á covid.is segir að á landinu séu nú 53 á sjúkrahúsi með Covid-19.

5.883 PCR-innanlandssýni voru greind í gær, 1.916 hraðprófssýni og 854 landamærasýni.

Alls hafa 123.373 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. 32,8 prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 61 hefur nú látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×