Lífið

„22/02/22 á slaginu 20:00 mætti draumadísin okkar“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Pattra og Emil eignuðust dóttur þann 22/02/2022.
Pattra og Emil eignuðust dóttur þann 22/02/2022. Instagram

Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge og knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga hjónin soninn Atlas. 

Litla stúlkan kom í heiminn 22. febrúar og fékk því einstaklega fallegan afmælisdag.

„22/02/22 á slaginu 20:00 mætti draumadísin okkar eftir 36 klst fæðingu. Hún lét svo sannarlega hafa fyrir sér en það var allt þess virði þegar ég fékk að taka á móti henni sjálf,“ skrifar Pattra á samfélagsmiðla. Hún segir að þetta hafi verið mögnuð stund.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.