Erlent

Hafa handsamað gíslatökumanninn í Hollandi

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Íbúar á svæðinu sögðust hafa heyrt skothvelli um klukkan hálf sex í kvöld að íslenskum tíma. 
Íbúar á svæðinu sögðust hafa heyrt skothvelli um klukkan hálf sex í kvöld að íslenskum tíma.  AP/Peter Dejong

Vopnaður karlmaður tók fólk í gíslingu í Apple-verslun í miðborg Amsterdam fyrr í kvöld. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir í nokkrar klukkustundir áður en maðurinn var handsamaður. Gíslarnir eru komnir í öruggt skjól. 

Vitni sögðust hafa heyrt skothvelli í kringum verslunina eftir að tilraun var gerð til vopnaðs ráns um klukkan hálf sex í kvöld, að íslenskum tíma. Um klukkan hálf tíu að íslenskum tíma greindi síðan lögregla frá því að nokkrum hefði verið sleppt en að ástandið væri enn eldfimt.

Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið voru sérsveitir lögreglu kallaðar út að versluninni vegna málsins skömmu eftir klukkan sex en myndbönd af vettvangi bentu til þess að maðurinn héldi að minnsta kosti einum í gíslingu með skotvopni.

Lögregla segist nú gefa takmarkaðar upplýsingar um stöðuna en slík upplýsingagjöf gæti að þeirra sögn haft áhrif á aðgerðir lögreglu á svæðinu. Torgið fyrir framan verslunina hefur verið rýmt og íbúar á svæðinu beðnir um að halda sig heima og koma ekki til að fylgjast með.

Uppfært 21:58:

Lögreglan segir gíslatökumannin nú vera kominn út úr versluninni þar sem verið var að skima hann fyrir sprengiefnum. Þau hafa nú stjórn á stöðuni og segja alla gíslanna nú örugga en vilja ekki gefa upplýsingar um hver staðan á gíslatökumanninum er. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×