Lífið

Lagahöfundarnir ósáttir eftir að hún breytti laginu í beinni útsendingu

Elísabet Hanna skrifar
Lidia Kopania hefur áður keppt fyrir hönd Póllands í Eurovision.
Lidia Kopania hefur áður keppt fyrir hönd Póllands í Eurovision. Getty/ Oleg Nikishin

Mikil dramatík fylgdi pólsku undankeppni Eurovision um helgina þegar keppandi breytti laginu í beinni útsendingu án samþykkis höfundanna. Lagahöfundarnir Linda og Ylva Persson segja söngkonuna Lidiu Kopania hafa eyðilagt atriðið viljandi og finnst lagið hafa farið í vaskinn vegna hennar.

Um helgina valdi Pólland lagið River með söngvaranum Ochman til þess að keppa í Eurovision en Lidia var að keppa gegn honum. Alls voru tíu atriði sem komu fram en atriðið hennar lenti í neðsta sæti eftir að kosningin fór fram. Hún hefur áður keppt í Eurovision fyrir hönd Póllands en það var árið 2009 með lagið I Don't Wanna Leave.

Lagahöfundarnir og systurnar Linda og Ylva sögðu þetta uppátæki hennar vera sorgar dag í heimi lagahöfunda. Þær segjast ekki hafa haft neitt að gera með þessa listrænu tjáningu söngkonunnar og þær vilja ekki vera viðriðnar því. Lidia breytti textanum og laglínu lagsins eftir sínu höfði og var það ekki í líkingu við það sem systurnar höfðu samið.

Sjálf sagði Lidia í viðtali eftir flutninginn að hún hafi gert þetta viljandi. Hún segist hafa vitað að hún væri ekki að fara að sigra keppnina en svona myndi fólk allavegana fá almennilegt atriði til þess að muna eftir. Þessi uppákoma er eitthvað sem hefði auðveldlega getað átt heima í Eurovision mynd Will Ferrells og myndi eflaust rata í framhaldsmyndina ef slík yrði gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.