Menning

Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Myndlistarkonurnar Eirún Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttir skipa Gjörningaklúbbinn, sem hefur verið starfræktur frá árinu 1996.
Myndlistarkonurnar Eirún Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttir skipa Gjörningaklúbbinn, sem hefur verið starfræktur frá árinu 1996. Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend

Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 

Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og er skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Þær eiga að baki fjöldan allan af einka- og samsýningum á söfnum og galleríum um allan heim og má þar meðal annars nefna MoMA í New York og Kunsthalle Vienna.

Nælonsokkabuxna þrykk og aðdáunarverð aðlögunarhæfni

Á þessari sýningu er um tvenns konar verk að ræða. Annars vegar er það einstök nælonsokkabuxna þrykk þar sem hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins fær að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leikgleði.

Hins vegar má svo finna veggverkið Seiglu sem býr yfir aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og styrk þar sem fínlegir nælonsokkar mynda eina heild sem inniheldur hnefa stórt grjót í hverri tá. 

Verkið Seigla eftir Gjörningaklúbbinn.Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend

Nælonsokkabuxurnar, sem Gjörningaklúbburinn kallar gjarnan sína olíuliti, koma beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika þar sem efniviðurinn, nælonið, býr yfir eiginleikum úthalds, þolgæðis og þrautseigju þrátt fyrir að virðast kannski í fyrstu vera viðkvæmt efni. Þessar sokkabuxur eru einmitt unnar úr olíu og hefur Gjörningaklúbburinn unnið með þennan efnivið frá því þær hófu samstarf sitt.

Verkfræði ömmunnar

Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Hann vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunnar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni. Þær Eyrún og Jóní segja enga tilviljun að verkið sé rautt og minnir á rauðsokka hreyfinguna, þar sem verkið er óður til þeirra sem komu á undan í kvennabaráttunni og femínismanum. 

„Hver brók tekur við af annarri sem endurspeglar hvernig hver kynslóð tekur við af annarri í baráttunni. Það sem við erum að upplifa núna í #MeToo byltingunni eigum við líka að þakka þeim sem ruddu brautina.“

Tengdar fréttir

Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur

Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur.

„Efnið er nefnilega lifandi“

Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi.

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×