Menning

Mál­verkin kalla fram vel­líðunar­til­finningu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonan Saga Sig er gestur nýjasta þáttar af KÚNST en hér má sjá hana umkringda eigin málverkum þar sem litir, orka og flæði ráða ríkjum. 
Listakonan Saga Sig er gestur nýjasta þáttar af KÚNST en hér má sjá hana umkringda eigin málverkum þar sem litir, orka og flæði ráða ríkjum.  Vilhelm Gunnarsson

Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum.

Í gegnum tíðina hefur Saga verið þekkt fyrir tískuljósmyndir sínar en undanfarin ár hefur hún einnig vakið athygli fyrir abstrakt málverk sín. Saga er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

„Þegar ég er að mála þá hugsa ég ekkert. Þetta kemur bara algjörlega ósjálfrátt. Ég í raun og veru hef mjög litla stjórn á því sem gerist, það sem kemur á blaðið er bara algjört flæði og algjört móment. Ég ræð ekki litum og ég ræð ekki hvaða skapi ég er í,“ segir Saga og bætir við að hún geti til dæmis ekki gert commision þar sem hún getur ekki stjórnað því hvaða litir koma hverju sinni. 

„Það er þessi undirmeðvitund sem er að vinna mikið með mér þegar ég er að mála.“

Listsköpunin hefur reynst henni mikið haldreipi í gegnum tíðina. „Ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að mála meira var að mér leið illa. Ég var með svo mikinn kvíða, bjó í London og þetta var það eina sem hjálpaði mér, að mála. Ég bjó í stóru warehouse space-i, stóru herbergi með stórum gluggum, og ég fyllti bara allan vegginn og allt gólfið af málverkum og þá leið mér ótrúlega vel. Og ég vil helst hafa það þannig í kringum mig.“

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

Klippa: KÚNST - Saga Sigurðardóttir

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×