Innlent

Út­kall barst gæslunni mínútu eftir að þyrlan tók á loft

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Gæslunnar er á leið austur að Gullfossi.
Þyrla Gæslunnar er á leið austur að Gullfossi. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Gullfossi að sækja slasaðan einstakling. Þyrlan var nýtekin á loft til æfinga þegar útkall barst.

Einstaklingur slasaðist ofan við Gullfoss rétt fyrir klukkan fimm. Hann var í hóp með öðrum sem óskuðu eftir aðstoð viðbragðsaðila.

Svo heppilega vildi til að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var nýtekin á loft þegar útkall barst.

„Þyrlan var á leið á æfingu, tók á loft 16:58 og mínútu síðar var óskað eftir þyrlunni. Þyrlan gat þá tekið stefnuna bara beina leið austur,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi.

Hann segir þann slasaða verða fluttan að Gullfossi þar sem áhöfn þyrlunnar mun taka við honum og flytja á Landspítala til aðhlynningar.

Engar upplýsingar um líðan viðkomandi liggja fyrir að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×