Lífið

Stórkostlegir litir á Sólheimajökli: „Miklu fallegri en ég bjóst við“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur I. Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir lenda í ýmsum ævintýrum þegar þau kynna íslenskar náttúruperlur í þáttunum sínum Okkar eigið Ísland.
Garpur I. Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir lenda í ýmsum ævintýrum þegar þau kynna íslenskar náttúruperlur í þáttunum sínum Okkar eigið Ísland. Okkar eigið Ísland

Í fyrsta þættinum af Okkar eigið Ísland heimsóttu Rakel og Garpur Sólheimajökull. Þau segja að gangan sé mjög byrjendavæn.

Litirnir á jöklinum eru einstaklega fallegir, tæri blái liturinn er nánast dáleiðandi. Rakel segir í þættinum að Sólheimajökull hafi komið sér hundrað prósent á óvart.

„Hann er miklu fallegri en ég bjóst við.“

Skoðuðu þau meðal annars fallegan íshelli á leiðinni. Þáttinn um Sólheimajökul má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en nýr þáttur af Okkar eigið Ísland kemur út á morgun hér á Vísi. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.