Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Anna Shcherbakova vann sitt fyrsta Ólympíugull í gær. getty/Jean Catuffe Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira