Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Anna Shcherbakova vann sitt fyrsta Ólympíugull í gær. getty/Jean Catuffe Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira
Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira