Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Anna Shcherbakova vann sitt fyrsta Ólympíugull í gær. getty/Jean Catuffe Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira