Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 14:07 Kamila Valieva var ólík sjálfri sér á skautasvellinu í dag. getty/Catherine Ivill Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira