Fótbolti

Atalanta og Porto unnu endurkomusigra | Sevilla í góðum málum fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sevilla vann góðan sigur gegn Dinamo Zagreb í kvöld.
Sevilla vann góðan sigur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Goran Stanzl/Pixsell/MB Media/Getty Images

Alls voru spilaðir átta leikir í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld, en seinni fjórum var að ljúka rétt í þessu. Atalanta og Porto unnu bæði 2-1 sigra eftir að hafa lent undir og Sevilla er í góðum málum eftir 3-1 sigur á Dinamo Zagreb.

Ivan Rakitic kom Sevilla yfir gegn Dinamo Zagreb strax á 13. mínútu af vítapunktinum áður en Mislav Orsic jafnaði metin fyrir gestina tæpum fimm mínútum fyrir hálfleik.

Heimamenn tóku þó forystuna á ný með marki frá Lucas Ocampos á 44. mínútu, en það var svo Anthony Martial sem tryggði liðinu 3-1 sigur í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Berat Djimsiti sá um markaskorun Atalanta með stuttu millibili í síðari hálfleik eftir að Tiquinho Soares hafði komið Olympiacos yfir snemma leiks.

Í leik Porto og Lazio var það Antonio Martinez sem skoraði bæði mörk Porto eftir að Mattia Zaccagni hafði komið gestunum í Lazio yfir um miðjan fyrri hálfleikinn.

Að lokum gerðu RB Leipzig og Real Sociedad 2-2 jafntefli, en öll þessi lið mætast að nýju á fimmtudaginn eftir slétta viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×