Lífið

Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Hulda Vigdísardóttir feg­urðardrottn­ing.
Hulda Vigdísardóttir feg­urðardrottn­ing.

Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt.

World Top Model keppnin fór fram dagana tíunda til þrettánda febrúar og skiptist í mismunandi þætti eins og viðtöl, myndatökur, sýningar og samfélagsmiðla. Í sömu ferðinni gekk hún tískupalla fyrir viðburð á tískuvikunni í New York. Hulda lýsir lífsreynslunni sem draumi líkast og er afskaplega þakklát fyrir tækifærið.

„Svo mikið að gera, svo lítill svefn en svo svo svo svo gaman!“

Segir Hulda meðal annars um ferðina.

Ævintýrið byrjaði rúmum þremur vikum eftir að Hulda lenti í öðru sæti í Miss Universe Iceland 2021. Þá hafði dómari úr keppninni samband við hana og spurði hvort hún hefði áhuga á að sýna á New York Fashion Week í febrúar 2022 og um leið taka þátt í World Top Model keppninni. Hulda ákvað að stökkva á tækifærið og fór í gegnum langt og strangt umsóknarferli til þess að verða valin.

Hulda hefur verið dugleg að njóta tímans í New York og fór stóra ástin hennar hann Birgir Örn Sigurjónsson með henni út. 


Tengdar fréttir

Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin

Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi.

Dreymir um að starfa sem ljósmyndari

Hulda Vigdísardóttir, áhugaljósmyndari, sýnir ljósmyndir í New York. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar amma hennar gaf henni litla, gula myndavél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×