Dreymir um að starfa sem ljósmyndari Ása Ottesen skrifar 21. september 2013 08:00 Myndir eftir Huldu Vigdísardóttur eru til sýningar á lista- og menningarmiðstöðinni Angel Orensanz Foundation í New York. mynd/bragi kort „Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira
„Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira