Dreymir um að starfa sem ljósmyndari Ása Ottesen skrifar 21. september 2013 08:00 Myndir eftir Huldu Vigdísardóttur eru til sýningar á lista- og menningarmiðstöðinni Angel Orensanz Foundation í New York. mynd/bragi kort „Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum. Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
„Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira