Lífið

Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geir Gunnar er næringarfræðingur hér á landi.
Geir Gunnar er næringarfræðingur hér á landi.

Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina.

Marín Manda ræddi til að mynd við Geir Gunnar Markússon næringarfræðing um neyslu Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum.

„Kæru landsmenn. Sykurlausir drykkir eru ekki hollustudrykkir, því miður. Við sjáum það að það eru 25 sykurmolar í hálfum lítra af kók sem er bull neysla á sykri að drekka. Gosverksmiðjurnar sjá það að þetta er ekki hollt fyrir æðakerfið og hjartað og setja þá sykurlausu drykkina á markað. Svo er komið í ljós að þeir auki matarlyst. Fólk sem er í sætuefnadrykkjunum borðar meira heldur en þeir sem eru ekki í þeim,“ segir Geir.

„Þetta getur skemmt þarmaflóruna en hún er svona varnarveggur fyrir ónæmiskerfið og annað. Bráðum get ég opnað afeitrunarmiðstöð fyrir konur milli tvítugs og fimmtugs sem eru háðar Pepsi Max. Þetta er ekki grín. Margar þeirra lýsa tveggja til þriggja lítra Pepsi Max neyslu á dag.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir konur sem eru háðar Pepsi Max

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.