Lífið

Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem fariið er yfir það helsta af samfélagsmiðlum síðustu daga.
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem fariið er yfir það helsta af samfélagsmiðlum síðustu daga. Samsett/Instagram

Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 

Rúrik Gíslason gaf sér tíma um helgina til að stilla sér upp fyrir myndatöku á sloppnum í München.

Hann lætur sig þó dreyma um sól og sand. 

Aron Can er í París og virðist ekki leiðast mikið.

Aníta Briem ljómaði eins og sólin á rauða dreglinum á heimsfrumsýningu Berdreymi á Berlinale hátíðinni. Hún birti nokkrar vel valdar myndir frá viðburðinum á Instagram.

Bubbi birti Verbúðarmynd af sér frá 1973. Hann var þá 17 ára.

Selma Björns var gestur í heima með Helga á föstudagskvöldið. Hún tók meðal annars Fljúgum hærra, lag Grýlanna, þar sem leikkonurnar og vinkonur hennar Nína Dögg Filippusdóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir sungu í bakröddum.

„Fyrir áhugasama þá taka Nína og Stína að sér bakraddir við allskonar tilefni,“ sagði Kristín Þóra á Facebook.

Björn Hlynur Haraldsson leikari tróð líka upp í þættinum og tók meðal annars Serbann, lag Bubba Morthens. Björn Hlynur klæddist hlébarðaskyrtu sem vakti verðskuldaða athygli.

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson bauð vinum sínum úr Verzló í heimsókn á ljósmyndastofuna á Skólavörðustíg í nótt í tilefni Super Bowl. Hannes Þór Halldórsson markvörður og Sóli Hólm grínisti voru á meðal þeirra sem mættu til að fylgjast með amerísku fótboltaveislunni.

Manúela Ósk skemmti sér vel á New York Fashion Week. Með henni er Elísa Gróa, Miss Universe Iceland.

Aldís Amah og Baldvin Z fóru ásamt öðrum aðstandendum þáttanna Svörtu sanda á Berlinale kvikmyndahátíðina þar sem þættirnir voru frumsýndir um helgina. 

Unnur Eggerts fær þúsund milljón hrós á dag. 

Elísabet Gunnars nýtur kyrrðarinnar í Kjós.

Marín Manda fór með vinkonum sínum Hind Hannesdóttur og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara til Gdansk í Póllandi.

Gummi Kíró og Lína Birgitta eru í London. Þau voru gestir í Snyrtiborðinu hjá okkur í síðustu viku og hægt er að horfa á þáttinn HÉR á Vísi. 

Þórunn Antonía er „all inn.“

Nökkvi Fjalar og Swipe teymið voru að klára fjögurra daga námskeið á Spáni.

Áslaug Arna fór á skíði á Akureyri um helgina.

Salka Sól birti fallega mynd af vísitölufjölskyldunni sinni í Vesturbænum.

Ásdís Rán er á Íslandi en telur niður dagana þangað til hún kemst aftur heim til Búlgaríu.

Eliza Reed er ánægð með viðtökurnar við bókinni Sprakkar.

Sólborg, eða SunCity, æfir sig á fullu fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins.

„Gellur elska sólsetur“ skrifar Birgitta Líf við þessa mynd.

Sunneva Einars hélt upp á afmæli kærastans um helgina. 

Móeiður fagnaði líka afmæli síns heittelskaða.

Daði Freyr og fjölskylda gerðu fallegt listaverk saman.

Litla stúlkan hennar Pöttru er ekkert að flýta sér í heiminn. 

Kristín Pétur segir að alvara sé farin að færast í hlutina. Hún fór um helgina á hótelið Gróðurhúsið í Hveragerði með Hauki, kokki og einum eiganda Yuzu. Hann sat fyrir með henni á þessari mynd fyrir skartgripalínu 1104Mar.

Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona skellti sér með fjölskyldunni, þeirra á meðal Stefáni Magnússyni gítarleikara með meiru, í sunnudagsbíltúr á Suðurlandið. Þar sáu þau meðal annars Seljalandsfoss í vetrarbúning.

Eva Ruza heldur áfram að gleðja okkur á Instagram. 

Gulli Helga birti mynd af sér frá Verbúðartímum. Myndin er tekin í Los Angeles árið 1987. Páll Óskar skrifar við myndina það sem flestir eru að hugsa. 

„Ertu að fokking djóka í mér?“

Söngkonan Svala Björgvins skellti sér út að borða með vinkonum sínum úr æsku. Hún hélt upp á afmælið sitt í vikunni.

Hjónin Elma Stefanía og Mikael Torfason viðruðu sig á sólardegi í Berlín um helgina. Elma Stefanía er búin að breyta um hárstíl og vakti nýi stíllinn verðskuldaða athygli á miðlunum um helgina.

Annie Mist tjáði sig um móðurhlutverkið og líkamann eftir fæðingu.

Víkingur Heiðar Ólafsson spilaði fyrir fylgjendur sína.

GDRN birti fallega mynd eftir Önnu Maggý ljósmyndara.

Camilla Rut eignaðist nýjan fjórfættan vin í síðustu viku. Hundurinn hefur fengið nafnið Mimosa og verður líka kölluð Mimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×