Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. febrúar 2022 21:23 Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Vísir/Egill Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg. Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg.
Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira