Lífið

„Sársauki hefur alltaf verið drifkrafturinn minn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Ómars var síðasti gestur Dóru í bili í þáttunum Þetta reddast. 
Helgi Ómars var síðasti gestur Dóru í bili í þáttunum Þetta reddast. 

Helgi Ómarsson er nýjasti gestur Dóru Júlíu í þáttunum Þetta reddast.

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Stöð 2 á dögunum en í gær fór í loftið lokaþátturinn í bili.

Í þáttunum fær Dóra til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í gærkvöldi mætti Helgi og saman matreiddu þau taílenskan pangang kjúkling.

Dóra spurði Helga hvað veitir honum í raun innblástur í lífinu.

„Sársauki hefur alltaf verið drifkrafturinn minn. Töfrar mínir gerast þegar ég kemst á botninn. Þess vegna segi ég alltaf að sársauki sé töfrandi myrkur. Og þegar þú kemst út úr því þá gerist eitthvað,“ segir Helgi í þættinum.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Sársauki hefur alltaf verið drifkrafturinn minn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×