Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 11:15 Þórólfur Guðnason vill ekki ræða tillögur sínar en segir þó, í ljósi umræðunnar, að hann leggi ekki til að fella niður einangrun fólks með Covid-19. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53