Frá þessu segir á síðunni covid.is. 9.734 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.100 í gær. 9.619 eru nú í sóttkví, en voru 8.763 í gær. 201 er nú í skimunarsóttkví.
Nítján prósent af þeim sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 81 prósent utan sóttkvíar.

38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 34 í gær. Þrír eru á gjörgæslu, sami fjöldi og í gær.
Alls voru 3.096 einkennasýni greindi í gær, 969 sóttkvíarsýni og 304 landamærasýni.
Alls hafa 83.942 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. 23 prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 51 hefur látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 5.403 en var 5.240 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 193, samanborið við 202 í gær.