Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:50 Formaður Trans Íslands segir lífsnauðsynlegt fyrir trans fólk að komast í aðgerð. Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð. Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð.
Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira