Innlent

Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10.

Fundarefni er samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2 veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020.

Gestur fundarins verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ásamt henni mætir Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.

Gestir fundarins verða ekki á staðnum heldur taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×